Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. mars 2022 06:01 Þórhildur og Nadine fara af stað með nýtt hlaðvarp sem kallast Eftirmál. Eftirmál/Elva Þrastardóttir Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. Nadine og Þórhildur störfuðu árum saman sem fréttakonur, bæði á Stöð 2 og á RÚV, áður en þær hurfu til annarra starfa fyrir skemmstu. Þórhildur fékk blaðamannaverðlaun ársins í fyrra og Nadine var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Þættirnir heita Eftirmál og eru aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi og í Bylgjuappinu og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fyrsti þátturinn fór í loftið í dag. Ósagðar hliðar á þekktum málum Í Eftirmálum munu þær rifja upp fréttamál sem einhverra hluta vegna sitja í þeim, bæði gömul og nýlegri. Í þáttunum koma fram lykilupplýsingar sem vantaði í umfjölluninni á sínum tíma og varpa nýju ljósi á málin. „Þegar rykið er sest lítur maður þessi stóru mál öðrum augum og nálgast þau frá öðru sjónarhorni. Þá kemur í ljós að helstu persónur og leikendur þessara mála hafa ýmislegt að segja um þau í dag, til dæmis eitthvað sem þau þorðu ekki að segja á sínum tíma því málin voru svo viðkvæm. Það hefur komið okkur verulega á óvart hvað viðmælendur okkar hafa verið reiðubúnir að opna sig og greina frá hliðum þessara mála sem hafa hingað til verið ósagðar,” segir Nadine Guðrún Yaghi. „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum og þó við störfum ekki lengur við þetta höfum við enn mikinn áhuga á öllu sem tengist fréttamálum, og þá sérstaklega mannlegu hliðinni. Svo í spjalli yfir kaffibolla einn daginn kom upp þessi hugmynd, að við ættum kannski að finna leið til að fá útrás fyrir fréttafíknina. Og við slógum bara til. Eru ekki allir með hlaðvörp um áhugamálin sín í dag?” segir Þórhildur. „Hugsunin er að tala um þessi mál, sem oft eru mjög flókin, á mannamáli og gera þau þannig aðgengilegri. Málin eru misþung en við reynum að ræða þau okkar á milli á léttum nótum,” segir Nadine. Þórhildur er í dag kynningarstjóri BHM og Nadine er samskiptastjóri Play. Fréttaáhugi þeirra hefur samt ekkert minnkað og fá þær útrás fyrir þetta í hlaðvarpinu Eftirmál. Forvitnustu konur landsins „Við Þórhildur erum góðar vinkonur og okkur hefur alltaf langað til að gera eitthvað sniðugt saman, svo þetta er ágætis leið til að fá útrás fyrir þetta sameiginlega áhugamál. Hlaðvarpið er mjög spennandi miðill og möguleikarnir endalausir,” bætir hún við. Nadine og Þórhildur fengu Adelinu Antal til liðs við sig en hún er reynslumikill framleiðandi með mikla þekkingu á ýmis konar dagskrárgerð. „Ég hef hlustað mjög mikið á hlaðvörp undanfarin ár og mér hefur fundist vanta hlaðvarp í þessum stíl inn í íslenska hlaðvarpsheiminn, þar sem pródúksjónið er aðeins meira, viðtöl, spjall og fréttabútar fléttast saman og hljóðheimurinn spilar stórt hlutverk,” segir Þórhildur. „Svo er það nú bara þannig að við erum forvitnustu konur landsins svo okkur finnst þetta alveg sjúklega skemmtilegt,” bætir Nadine við. Eftirmál hófu göngu sína í dag og þættirnir verða öllum aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi. Í fyrsta þættinum sem heyra má hér fyrir neðan, fjalla þær um Fjárkúgunarmálið. „Í júní 2015 gerðu systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand tilraun til að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Lögreglan tók fjárkúguninni mjög alvarlega og sérsveitarmenn fóru í dulargervi og umfangsmiklar aðgerðir þegar peningarnir voru afhentir. Málið átti svo eftir að snúast upp í ákveðinn farsa og fjölmiðlasprengju. Sigmundur Davíð tjáir sig um atburðarásina í fyrsta sinn í þættinum.“ Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið Fjölmiðlar Eftirmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. 25. mars 2022 08:55 Nadine fer til Play Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar. 3. júní 2021 10:02 Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. 19. ágúst 2021 08:23 Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26. mars 2021 17:38 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Nadine og Þórhildur störfuðu árum saman sem fréttakonur, bæði á Stöð 2 og á RÚV, áður en þær hurfu til annarra starfa fyrir skemmstu. Þórhildur fékk blaðamannaverðlaun ársins í fyrra og Nadine var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Þættirnir heita Eftirmál og eru aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi og í Bylgjuappinu og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fyrsti þátturinn fór í loftið í dag. Ósagðar hliðar á þekktum málum Í Eftirmálum munu þær rifja upp fréttamál sem einhverra hluta vegna sitja í þeim, bæði gömul og nýlegri. Í þáttunum koma fram lykilupplýsingar sem vantaði í umfjölluninni á sínum tíma og varpa nýju ljósi á málin. „Þegar rykið er sest lítur maður þessi stóru mál öðrum augum og nálgast þau frá öðru sjónarhorni. Þá kemur í ljós að helstu persónur og leikendur þessara mála hafa ýmislegt að segja um þau í dag, til dæmis eitthvað sem þau þorðu ekki að segja á sínum tíma því málin voru svo viðkvæm. Það hefur komið okkur verulega á óvart hvað viðmælendur okkar hafa verið reiðubúnir að opna sig og greina frá hliðum þessara mála sem hafa hingað til verið ósagðar,” segir Nadine Guðrún Yaghi. „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum og þó við störfum ekki lengur við þetta höfum við enn mikinn áhuga á öllu sem tengist fréttamálum, og þá sérstaklega mannlegu hliðinni. Svo í spjalli yfir kaffibolla einn daginn kom upp þessi hugmynd, að við ættum kannski að finna leið til að fá útrás fyrir fréttafíknina. Og við slógum bara til. Eru ekki allir með hlaðvörp um áhugamálin sín í dag?” segir Þórhildur. „Hugsunin er að tala um þessi mál, sem oft eru mjög flókin, á mannamáli og gera þau þannig aðgengilegri. Málin eru misþung en við reynum að ræða þau okkar á milli á léttum nótum,” segir Nadine. Þórhildur er í dag kynningarstjóri BHM og Nadine er samskiptastjóri Play. Fréttaáhugi þeirra hefur samt ekkert minnkað og fá þær útrás fyrir þetta í hlaðvarpinu Eftirmál. Forvitnustu konur landsins „Við Þórhildur erum góðar vinkonur og okkur hefur alltaf langað til að gera eitthvað sniðugt saman, svo þetta er ágætis leið til að fá útrás fyrir þetta sameiginlega áhugamál. Hlaðvarpið er mjög spennandi miðill og möguleikarnir endalausir,” bætir hún við. Nadine og Þórhildur fengu Adelinu Antal til liðs við sig en hún er reynslumikill framleiðandi með mikla þekkingu á ýmis konar dagskrárgerð. „Ég hef hlustað mjög mikið á hlaðvörp undanfarin ár og mér hefur fundist vanta hlaðvarp í þessum stíl inn í íslenska hlaðvarpsheiminn, þar sem pródúksjónið er aðeins meira, viðtöl, spjall og fréttabútar fléttast saman og hljóðheimurinn spilar stórt hlutverk,” segir Þórhildur. „Svo er það nú bara þannig að við erum forvitnustu konur landsins svo okkur finnst þetta alveg sjúklega skemmtilegt,” bætir Nadine við. Eftirmál hófu göngu sína í dag og þættirnir verða öllum aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi. Í fyrsta þættinum sem heyra má hér fyrir neðan, fjalla þær um Fjárkúgunarmálið. „Í júní 2015 gerðu systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand tilraun til að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Lögreglan tók fjárkúguninni mjög alvarlega og sérsveitarmenn fóru í dulargervi og umfangsmiklar aðgerðir þegar peningarnir voru afhentir. Málið átti svo eftir að snúast upp í ákveðinn farsa og fjölmiðlasprengju. Sigmundur Davíð tjáir sig um atburðarásina í fyrsta sinn í þættinum.“ Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið
Fjölmiðlar Eftirmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. 25. mars 2022 08:55 Nadine fer til Play Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar. 3. júní 2021 10:02 Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. 19. ágúst 2021 08:23 Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26. mars 2021 17:38 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. 25. mars 2022 08:55
Nadine fer til Play Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar. 3. júní 2021 10:02
Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. 19. ágúst 2021 08:23
Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26. mars 2021 17:38