Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2022 17:00 Úkraínskir hermenn skoða hertekinn rússneskan skriðdreka í Trostsyanets. AP Photo/Efrem Lukatsky Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira