Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2022 17:00 Úkraínskir hermenn skoða hertekinn rússneskan skriðdreka í Trostsyanets. AP Photo/Efrem Lukatsky Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira