Verratti biður reiða Ítala um að láta ungu landsliðsmennina í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 11:00 Marco Verratti eftir leikinn á móti Norður Makedóníu þar sem HM-draumur Ítala dó mjög óvænt. EPA-EFE/CARMELO IMBESI Ítalir verða ekki með á HM í fótboltar í Katar í nóvember á þessu ári og verður þetta önnur heimsmeistarakeppnin í röð þar sem ítalska landsliðið er ekki með. Ítalir töpuðu mjög óvænt á móti Norður Makedóníu á heimavelli í umspili um laus sæti á HM 2022 og það er óhætt að segja að ítalska þjóðin hafi farið á hliðina eftir þessi miklu vonbrigði. Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar en hafa ekki keppt á HM síðan keppnin fór fram í Brasilíu árið 2014 þar sem þeir komust ekki upp úr sínum riðli. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Marco Verratti er einn reyndasti og virtasti leikmaður ítalska liðsins en þessi frábæri miðjumaður spilaði á síðasta heimsmeistaramóti Ítala þá aðeins 21 árs gamall. Hann verður 33 ára gamall þegar Ítalir fá næst tækifæri til að spila í úrslitakeppni HM. Verratti þótti ástæða til að biðla til landa sinna í pistli á samfélagmiðlum eftir allt fjaðrafokið síðan áfallið kom í uppbótatíma umspilsleikinn á móti Norður Makedóníu. Verratti þakkaði öllum landsliðshópnum fyrir og setti áherslu á það hversu mikilvægt sé að hgalda áfram baráttunni þegar mótlætið er mest. „Þegar þú vinnur þá er auðvelt að þakka öllum. Ég vil gera það í dag eftir að við féllum úr keppni og misstum af möguleikanum að keppa í eftirsóttustu og fallegustu keppninni fyrir okkur leikmenn en ekki síst fyrir stuðningsmenn Ítalíu út um allan heim,“ skrifaði Marco Verratti. Hann reyndi líka að útskýra fyrir svekktum Ítölum að landsliðsmennirnir væru líka manneskjur sem hafa líka þjáðst mikið síðan að ljóst varð að þeir fengju ekki að spila á HM í ár. Marco Verratti's last 5 matches for club and country: 1-0 loss to North Macedonia 3-0 loss to Monaco 3-1 loss to Real Madrid 1-0 loss to Nice 3-1 loss to Nantes With a WS rating of 7.40 and two WS MotM awards in that time, Verratti has tried his best pic.twitter.com/2KgMfD3snE— WhoScored.com (@WhoScored) March 25, 2022 „Því miður er það eins með fótboltann og lífið sjálft að hlutirnir haldast oft ekki í hendur við væntingarnar. Vonbrigðin eru mikil í dag en við höfum þegar sýnt með vinnusemi, ástríðu og stóru hjarta að allt er mögulegt. Svo, hvort sem það er eftir frábæran sigur eins og síðasta sumar eða eftir súrt tap, þá verðum við að halda áfram að berjast. Fótboltinn er okkar ástríða og ég er viss um að við höldum áfram að gera allt til þess að ná árangri saman,“ skrifaði Verratti. „Eitt í lokin: Ég tel að það sé ekki besta leiðin að svívirða alla því við gerðum allir okkar besta sem var því miður ekki nóg. Fyrst og fremst látið ungu leikmennina okkar í friði. Ef þið vilji endilega svívirða og smána einhvern gerið það við okkur eldri leikmennina. Stundum gleymum við því að við erum öll manneskjur, venjulegar manneskjur og minnstu hlutir geta haft mikil tilfinningaleg áhrif,“ skrifaði Verratti. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Ítalir töpuðu mjög óvænt á móti Norður Makedóníu á heimavelli í umspili um laus sæti á HM 2022 og það er óhætt að segja að ítalska þjóðin hafi farið á hliðina eftir þessi miklu vonbrigði. Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar en hafa ekki keppt á HM síðan keppnin fór fram í Brasilíu árið 2014 þar sem þeir komust ekki upp úr sínum riðli. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Marco Verratti er einn reyndasti og virtasti leikmaður ítalska liðsins en þessi frábæri miðjumaður spilaði á síðasta heimsmeistaramóti Ítala þá aðeins 21 árs gamall. Hann verður 33 ára gamall þegar Ítalir fá næst tækifæri til að spila í úrslitakeppni HM. Verratti þótti ástæða til að biðla til landa sinna í pistli á samfélagmiðlum eftir allt fjaðrafokið síðan áfallið kom í uppbótatíma umspilsleikinn á móti Norður Makedóníu. Verratti þakkaði öllum landsliðshópnum fyrir og setti áherslu á það hversu mikilvægt sé að hgalda áfram baráttunni þegar mótlætið er mest. „Þegar þú vinnur þá er auðvelt að þakka öllum. Ég vil gera það í dag eftir að við féllum úr keppni og misstum af möguleikanum að keppa í eftirsóttustu og fallegustu keppninni fyrir okkur leikmenn en ekki síst fyrir stuðningsmenn Ítalíu út um allan heim,“ skrifaði Marco Verratti. Hann reyndi líka að útskýra fyrir svekktum Ítölum að landsliðsmennirnir væru líka manneskjur sem hafa líka þjáðst mikið síðan að ljóst varð að þeir fengju ekki að spila á HM í ár. Marco Verratti's last 5 matches for club and country: 1-0 loss to North Macedonia 3-0 loss to Monaco 3-1 loss to Real Madrid 1-0 loss to Nice 3-1 loss to Nantes With a WS rating of 7.40 and two WS MotM awards in that time, Verratti has tried his best pic.twitter.com/2KgMfD3snE— WhoScored.com (@WhoScored) March 25, 2022 „Því miður er það eins með fótboltann og lífið sjálft að hlutirnir haldast oft ekki í hendur við væntingarnar. Vonbrigðin eru mikil í dag en við höfum þegar sýnt með vinnusemi, ástríðu og stóru hjarta að allt er mögulegt. Svo, hvort sem það er eftir frábæran sigur eins og síðasta sumar eða eftir súrt tap, þá verðum við að halda áfram að berjast. Fótboltinn er okkar ástríða og ég er viss um að við höldum áfram að gera allt til þess að ná árangri saman,“ skrifaði Verratti. „Eitt í lokin: Ég tel að það sé ekki besta leiðin að svívirða alla því við gerðum allir okkar besta sem var því miður ekki nóg. Fyrst og fremst látið ungu leikmennina okkar í friði. Ef þið vilji endilega svívirða og smána einhvern gerið það við okkur eldri leikmennina. Stundum gleymum við því að við erum öll manneskjur, venjulegar manneskjur og minnstu hlutir geta haft mikil tilfinningaleg áhrif,“ skrifaði Verratti.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira