Meint barnsmóðir Pútíns vann Ólympíugull, fimmtán HM-gull og níu EM-gull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 12:31 Alina Kabaeva var sigursæl á sínum fimleikaferli. Getty/Gary M Prior Erlendir fjölmiðlar fjalla nú mikið um meinta kærustu Vladímír Pútíns Rússlandsforseta sem er nú sögð vera í felum í Ölpunum á meðan Rússar ráðast inn í Úkraínu. Ástkona Vladímír Pútíns er sögð vera hin 38 ára gamla fyrrum fimleikadrottning Alina Kabaeva og eiga þau börn saman. Sportbladet í Svíþjóð er meðal miðla sem fjalla um málið. Það fylgir sögunni að Kabaeva hafði verið í felum í fjallakofa í Sviss síðan í desember ásamt börnum þeirra sem er sögð verða orðin fjögur talsins. Frétt í Aftonbladet. Það hefur nefnilega lítið verið gefið upp um einkalíf Rússlandsforseta en leynifjölskyldu Pútín er nú undir rannsókn af yfirvöldum í Sviss. Kabaeva er 38 ára gömul en Pútín er 69 ára eða meira en þrjátíu árum eldri en hún. Kabaeva er sjálf mikil stjarna frá ferli sínum í nútímafimleikum. Hún vann Ólympíugull í fjölþraut Aþenu 2004 og hefur einnig unnið fimmtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum og níu gullverðlaun á Evrópumeistaramótum. Alls vann hún 57 verðlaun á stórum mótum á ferli sínum. Hún varð heimsmeistari í fjölþraut í nútímafimleikum 199 og 2003 og Evrópumeistari í fjölþrautinni í nútímafimleikum 1998, 1999, 2000, 2002 og 2004. Pútín hefur náttúrulega verið stanslaust í umræðunni í fjölmiðlum síðan að innrásin hófst og nú virðast blaðamenn hafa fengið það staðfest að Kabayeva sé í raun leynikærasta forsetans. Rússneski miðillinn sem sagði frá sambandi þeirra árið 2008 en var stuttu síðar lagður niður. Götublaðið New York Post sagðist fyrr í mánuðinum hafa heimildir fyrir því að Pútín feli fjölskyldu sína í fjallakofanum í Sviss. Hún er sögð hafa eignast eitt barna Pútín á sjúkrahúsi í Lugano í mars 2015. Svissneski miðillinn Blick sagði frá því að Pútín hafi mögulega verið viðstaddur fæðinguna því hann kom ekki fram opinberlega á sama tíma. Reunite Eva Braun with her Führer! #putin's mistress Alina Kabayeva, former MP and head of major pro-#kremlin media group is reportedly hiding in a luxury Swiss chalet with their joint children. Despite the current war, #Switzerland continues to host an accomplice of a murderer pic.twitter.com/tiPFusomj3— Inna Sovsun (@InnaSovsun) March 22, 2022 Það ýtir undir þessar sögur að Kabayeva hefur ekki sést opinberlega síðan í desember á síðasta ári. Hún er sögð halda sig í Alpabænum Ticino í Sviss. Sjónvarpsstöðin RTS segir frá því að svissnesk yfirvöld hafi miklar áhyggjur af ímynd Sviss út á við vegna þessa mál. Svisslendingar hafa stutt refsiaðgerðir Evrópusambandsins á hendur Rússum. Fimleikar Vladimír Pútín Rússland Sviss Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Ástkona Vladímír Pútíns er sögð vera hin 38 ára gamla fyrrum fimleikadrottning Alina Kabaeva og eiga þau börn saman. Sportbladet í Svíþjóð er meðal miðla sem fjalla um málið. Það fylgir sögunni að Kabaeva hafði verið í felum í fjallakofa í Sviss síðan í desember ásamt börnum þeirra sem er sögð verða orðin fjögur talsins. Frétt í Aftonbladet. Það hefur nefnilega lítið verið gefið upp um einkalíf Rússlandsforseta en leynifjölskyldu Pútín er nú undir rannsókn af yfirvöldum í Sviss. Kabaeva er 38 ára gömul en Pútín er 69 ára eða meira en þrjátíu árum eldri en hún. Kabaeva er sjálf mikil stjarna frá ferli sínum í nútímafimleikum. Hún vann Ólympíugull í fjölþraut Aþenu 2004 og hefur einnig unnið fimmtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum og níu gullverðlaun á Evrópumeistaramótum. Alls vann hún 57 verðlaun á stórum mótum á ferli sínum. Hún varð heimsmeistari í fjölþraut í nútímafimleikum 199 og 2003 og Evrópumeistari í fjölþrautinni í nútímafimleikum 1998, 1999, 2000, 2002 og 2004. Pútín hefur náttúrulega verið stanslaust í umræðunni í fjölmiðlum síðan að innrásin hófst og nú virðast blaðamenn hafa fengið það staðfest að Kabayeva sé í raun leynikærasta forsetans. Rússneski miðillinn sem sagði frá sambandi þeirra árið 2008 en var stuttu síðar lagður niður. Götublaðið New York Post sagðist fyrr í mánuðinum hafa heimildir fyrir því að Pútín feli fjölskyldu sína í fjallakofanum í Sviss. Hún er sögð hafa eignast eitt barna Pútín á sjúkrahúsi í Lugano í mars 2015. Svissneski miðillinn Blick sagði frá því að Pútín hafi mögulega verið viðstaddur fæðinguna því hann kom ekki fram opinberlega á sama tíma. Reunite Eva Braun with her Führer! #putin's mistress Alina Kabayeva, former MP and head of major pro-#kremlin media group is reportedly hiding in a luxury Swiss chalet with their joint children. Despite the current war, #Switzerland continues to host an accomplice of a murderer pic.twitter.com/tiPFusomj3— Inna Sovsun (@InnaSovsun) March 22, 2022 Það ýtir undir þessar sögur að Kabayeva hefur ekki sést opinberlega síðan í desember á síðasta ári. Hún er sögð halda sig í Alpabænum Ticino í Sviss. Sjónvarpsstöðin RTS segir frá því að svissnesk yfirvöld hafi miklar áhyggjur af ímynd Sviss út á við vegna þessa mál. Svisslendingar hafa stutt refsiaðgerðir Evrópusambandsins á hendur Rússum.
Fimleikar Vladimír Pútín Rússland Sviss Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira