Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 16:52 Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur komið að friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands. Getty/Mikhail Svetlov Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila