Frían mat í grunnskóla Kópavogs Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2022 07:31 Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun