Segja verkefnastjórn og yfirsýn hafa brugðist við tilfærslu skimunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 17:09 Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Vísir/Getty Yfirsýn og verkefnastjórn hjá heilbrigðisráðuneytinu brást þegar framkvæmd leghálsskimunar var færð úr höndum Krabbameinsfélags Íslands og til nýrrar Samhæfingarmiðstöðvar krabbameina á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30
Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33