Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Elísabet Hanna skrifar 30. mars 2022 18:19 Bruce Willis kveður leiklistina eftir glæstan feril. Getty/ Jim Spellman Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24
Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54
Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30