Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2022 06:46 Ættingi grætur yfir kistu Mykola Goryainiv, 3 ára, sem lést ásamt foreldrum sínum þegar þau reyndu að komast frá Kharkív. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira