Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2022 10:31 Frá sendiráði Kína á Salómonseyjum. AP/Charley Piringi Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar. Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar.
Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“