Biðlistar of langir: Fólk skilur ekki af hverju lífið snýst við í höndunum á þeim Snorri Másson skrifar 1. apríl 2022 11:57 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld verða að auka fjárveitingar til málefna ADHD á Íslandi ef vinna á þeim gríðarlöngu biðlistum sem myndast hafa, segir formaður ADHD-samtakanna. Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31