Fofana er franskur múslimi en Ramadan hátíðin hófst núna 1. april og stendur yfir til 1. maí. Í Ramadan horfa múslimar inn á við, leita sínu innra sjálfi og að styrkja samband sitt við Guð. Á þessum tíma fasta múslimar frá sólarupprás til sólseturs og þá má ekki innbyrða mat eða drykk.
„Ramadan er nýbyrjað svo hann hefur hvorki borðað né drukkið neitt. Að sýna svona frammistöðu í þessu ástandi sýnir hversu mikill gæða leikmaður hann er,“ sagði Brendan Rodgers um Fofana á blaðamannafundi eftir leik.
Leicester City á sjö leiki í viðbót framundan í apríl mánuði. Næsti leikur liðsins er gegn PSV í Sambandsdeildinni á fimmtudag.