Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 12:39 Hörmungarnar koma betur og betur í ljós eftir því sem Úkraínumenn vinna meira af landsvæði sínu til baka. Getty/Alexey Furman Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira