Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 07:51 Í framhaldsskóla hafa um átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna, að því er fram kemur í skýrslunni. Getty Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára. Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára.
Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira