Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 08:55 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, voru í ólíku stuði þegar leiðir þeirra lágu saman í veislu Framsóknarflokksins að lokinni setningu Búnaðarþings á fimmtudagskvöldið. Vísir/Vilhelm „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24