Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 12:31 Lilja vill skipta listamannalaunum upp í þrjá aldurshópa. vísir/vilhelm Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar. Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar.
Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira