Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:26 Sigurður Ingi Jóhannsson á samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa kallað Vigdísi „þá svörtu“ þegar sú hugmynd kviknaði að tekin yrði hópmynd þar sem haldið yrði á Vigdísi. Vísir/Hulda Margrét Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum.
Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55