Hundrað kílómetrar af skjölum útistandandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 20:08 Í dag má finna 46 hillukílómetra af skjölum á safninu. vísir/egill Þjóðskjalasafnið sér fram á mikla tæknivæðingu á næstu árum og segir öld pappírsins lokið. Fyrst verður þó að innheimta fjölda skjala sem hafa ekki skilað sér til safnsins og gæti safnkosturinn tvöfaldast við það. Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til. Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til.
Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira