„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. apríl 2022 19:10 Halldóra kallar eftir því að Sigurður Ingi segi af sér vegna ummælanna. Vísir Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira