Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 4. apríl 2022 19:58 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðastjóri móttöku flóttamanna. Vísir/Sigurjón Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. „Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira