Demirspor er í harðri baráttu um Evrópusæti og jafnteflið því ekki ákjósanlegt en þar sem Hatayspor er aðeins tveimur sætum neðar í töflunni var það töluvert betra en tap.
Birkir var á sínum stað í byrjunarliði Demirspor í kvöld líkt og Mario Balotelli og Gökhan Inler. Íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli á 63. mínútu er gestirnir reyndu að hrista upp í hlutunum til að vinna leikinn. Það gekk ekki upp og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.
Eftir leik kvöldsins eru Birkir og félagar í 6. sæti með 49 stig, þremur stigum á eftir Alanyaspor sem situr í 4. sæti deildarinnar.
Maç Sonucu
— Adana Demirspor (@AdsKulubu) April 4, 2022
Ataka Hatayspor 0 - 0 Adana Demirspor
#Sald rMavi im ekler #HTYvADS pic.twitter.com/kUtw0nbhdb
Axel Óskar Andrésson spilaði allan leikinn er Örebro tapaði 3-0 fyrir Brage í sænsku B-deildinni í kvöld. Axel Óskar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á áttundu mínútu leiksins. Alex Þór Hauksson var í byrjunarliði Öster er liðið vann 3-1 útisigur á Landskrona. Var þetta fyrsti leikur liðsins undir stjórn Srdjan Tufegdzic.