Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 14:30 Jack Grealish og Pep Guardiola eftir sigurleik Manchester City á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. EPA-EFE/PETER POWELL Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira
Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira