Engar efndir, en nóg af loforðum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar