Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 12:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag eftir að Sigurður Ingi hafnaði því að tjá sig frekar um málið við fjölmiðla. „Nú var ég ekki vitni af þessum ummælum en las frásögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gær og rengi hennar frásögn ekki. Það sem ég les út úr þessari frásögn er að þessi ummæli hafi verið algjörlega óásættanleg, Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar síðar í gær og lýsti þar því að hann sæi mjög eftir þessum ummælum.“ Katrín sagðist ekki vita hver umrædd ummæli voru að öðru leyti en það sem hún geti dregið út úr lýsingu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Þannig þú skilur það þá að þau hafi verið rasísk? „Já, hún vitnar þar til þess að þar sé talað um kynþátt og kyn.“ Þannig að þetta voru rasísk ummæli? „Ég met það þannig að þessi ummæli hafi verið eins og ég sagði óásættanleg.“ En óásættanleg að því leytinu til að þau væru rasísk? „Ja, ef því ef þau snerust um kynþátt og kyn eins og hún lýsir,“ bætti Katrín við. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa greint nánar frá ummælunum. Samkvæmt vitnum á Sigurður Ingi að hafa spurt „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kviknaði að halda á Vigdísi í myndatöku á Búnaðarþinginu. Fór yfir málið með Sigurði Inga Aðspurð um það hvort henni þyki stætt að Sigurður Ingi sitji áfram í ríkisstjórn eftir þetta atvik sagði Katrín að hann hafi beðist afsökunar og geti væntanlega sjálfur farið betur yfir málið í samtali við fjölmiðla. Þá sagðist hún hafa farið yfir málið með Sigurði Inga í gær. Málið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundi í dag og svona mál séu gjarnan ekki á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Aðspurð um það hvort einhver hafi kallað eftir því við hana að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið ef Sigurður Ingi ætli að sitja áfram svaraði Katrín að slíkt hafi ekki verið rætt á vettvangi Vinstri grænna. Verða afleiðingarnar þá engar? Vegna þess að það hefur líka verið talað um að ef afleiðingarnar verði engar sendi þau skilaboð út í samfélagið að svona ummæli séu í lagi. „Hann hefur beðist afsökunar á sínum ummælum sem bendir til þess að honum finnist þau ekki í lagi. Það er alveg skýrt af hans hálfu út frá hans yfirlýsingu í gær, þannig að það er enginn sem segir að þetta sé lagi,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag eftir að Sigurður Ingi hafnaði því að tjá sig frekar um málið við fjölmiðla. „Nú var ég ekki vitni af þessum ummælum en las frásögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gær og rengi hennar frásögn ekki. Það sem ég les út úr þessari frásögn er að þessi ummæli hafi verið algjörlega óásættanleg, Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar síðar í gær og lýsti þar því að hann sæi mjög eftir þessum ummælum.“ Katrín sagðist ekki vita hver umrædd ummæli voru að öðru leyti en það sem hún geti dregið út úr lýsingu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Þannig þú skilur það þá að þau hafi verið rasísk? „Já, hún vitnar þar til þess að þar sé talað um kynþátt og kyn.“ Þannig að þetta voru rasísk ummæli? „Ég met það þannig að þessi ummæli hafi verið eins og ég sagði óásættanleg.“ En óásættanleg að því leytinu til að þau væru rasísk? „Ja, ef því ef þau snerust um kynþátt og kyn eins og hún lýsir,“ bætti Katrín við. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa greint nánar frá ummælunum. Samkvæmt vitnum á Sigurður Ingi að hafa spurt „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kviknaði að halda á Vigdísi í myndatöku á Búnaðarþinginu. Fór yfir málið með Sigurði Inga Aðspurð um það hvort henni þyki stætt að Sigurður Ingi sitji áfram í ríkisstjórn eftir þetta atvik sagði Katrín að hann hafi beðist afsökunar og geti væntanlega sjálfur farið betur yfir málið í samtali við fjölmiðla. Þá sagðist hún hafa farið yfir málið með Sigurði Inga í gær. Málið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundi í dag og svona mál séu gjarnan ekki á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Aðspurð um það hvort einhver hafi kallað eftir því við hana að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið ef Sigurður Ingi ætli að sitja áfram svaraði Katrín að slíkt hafi ekki verið rætt á vettvangi Vinstri grænna. Verða afleiðingarnar þá engar? Vegna þess að það hefur líka verið talað um að ef afleiðingarnar verði engar sendi þau skilaboð út í samfélagið að svona ummæli séu í lagi. „Hann hefur beðist afsökunar á sínum ummælum sem bendir til þess að honum finnist þau ekki í lagi. Það er alveg skýrt af hans hálfu út frá hans yfirlýsingu í gær, þannig að það er enginn sem segir að þetta sé lagi,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10
Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55