„Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 14:01 Sara Björk Gunnarsdottir með samherja sinn hjá Lyon, Catarinu Macario, á bakinu eftir sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu. getty/Johannes Simon Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“ Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“
Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira