„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 13:36 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, býst við að framganga innviðaráðherra muni hafa afleiðingar. Vísir/Einar Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“ Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“
Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41