Innlent

Ari Brynjólfs­son hættur sem frétta­­stjóri Frétta­blaðsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Ari Brynjólfsson hefur þegar hafið störf hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. 
Ari Brynjólfsson hefur þegar hafið störf hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.  Samsett

Ari Brynjólfsson hefur tekið við sem nýr kynningarstjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann lét af störfum á Fréttablaðinu um síðustu mánaðamót þar sem hann hafði verið fréttastjóri frá því í febrúar 2020.

Þetta staðfestir Ari í samtali við fréttastofu. Eftir standa Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson sem munu áfram gegna stöðu fréttastjóra á Fréttablaðinu. 

Ari er með mastersgráðu í blaða- og fréttamennsku frá Edinburgh Napier University í Skotlandi og BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Áður en hann hóf störf á Fréttablaðinu vann hann hjá Vefpressunni sem rak þá DV, Eyjuna, Pressuna og Bleikt. Hann var ráðinn fréttastjóri Pressunnar árið 2016.


Tengdar fréttir

Guð­mundur nýr frétta­stjóri Markaðarins

Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×