Nei eða já: Westbrook í Lakers var tilraun sem klikkaði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 23:31 Strákarnir í þættinum Lögmál leiksins fóru um víðan völl í „Nei eða já“ í síðasta þætti. Stöð 2 Sport Liðurinn „Nei eða já“ var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og rétt eins og fyrri daginn fóru strákarnir um víðan völl. Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum