Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. apríl 2022 20:55 Úkraínskur hermaður á æfingu með Javelin-eldflaug í fyrra. Getty/Anatolii Stepanov Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira