„Endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2022 10:31 Ólöf Tara, Ninna Karla, Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund og Þórhildur Gyða erum saman í baráttuhópnum Öfgar. Það hafa eflaust margir heyrt um hópinn Öfga sem heyrt hefur hátt í á undanförnu ári en markmið hópsins er að standa með þolendum og berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Þessar konur liggja svo sannarlega ekki á skoðununum sínum. Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund. Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund.
Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira