Viðreisn hefur ekki áhyggjur Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 12:04 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa.
Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira