„Í þessum hópi gæti hver sem er verið með bandið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 14:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið fyrirliði landsliðsins frá því að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari í byrjun árs 2021. Getty/Oliver Hardt Ekki var að heyra á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur að nein togstreita hefði myndast varðandi fyrirliðahlutverkið í íslenska landsliðinu í fótbolta við endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í hópinn. Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira