Silungsafbrigði í Hrútafirði sem er einstakt í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2022 22:01 Fiskar af þessu einstaka afbrigði verða mjög stórir. Myndin er tekin á Borðeyri árið 2008. Lárus Jón Lárusson Á einangruðu vatnasvæði ofan Borðeyrar í Hrútafirði finnst silungsafbrigði sem er einstakt í heiminum. Stofninn er mjög lítill og talinn hafa verið innilokaður í vötnunum frá síðustu ísöld. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55
Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44