Líkir Benzema við gott rauðvín: „Verður bara betri með aldrinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 09:32 Karim Benzema er allt í öllu hjá Real. EPA-EFE/NEIL HALL Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri. Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira