Allir og amma þeirra spáðu því að lærisveinar Julians Nagelsmann myndu tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og það mögulega nokkuð þægilega er ljóst var að Villareal yrði mótherjinn í 8-liða úrslitum.
Villareal er í 7. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, og stefnir í að liðið muni ekki taka þátt í neinni af þremur Evrópukeppnunum á næstu leiktíð. Unai Emery er hins vegar lævís og tókst lærisveinum hans að vinna einn óvæntasta sigur síðari ára er liðið lagði Bayern 1-0 þökk sé marki Arnaut Danjuma strax á áttundu mínútu leiksins.
Sama hvað gestirnir reyndu þá tókst þeim ekki að skora. Eru komnir 38 mánuðir síðan það gerðist síðast að Bayern skoraði ekki í Meistaradeild Evrópu. Gerði liðið þá markalaust jafntefli við Liverpool á Anfield.
Liðið frá Bítlaborginni vann hins vegar síðari leikinn 3-1 og endaði á að vinna Meistaradeild Evrópu um vorið. Hvort Villareal fylgi í fótspor Liverpool verður að koma í ljós en það verður þó að teljast einkar ólíklegt.
Síðan þá hefur Bayern spilað 29 leiki og skorað í þeim alls 99 mörk. Þeir eru eftirfarandi:
2019/2020
Riðlakeppni
Bayern M. 2-0 Tottenham Hotspur
Tottenham 2-7 Bayern M.
Bayern M. 2-0 Olympiacos
Olympiacos 2-3 Bayern M.
Bayern M. 3-0 Rauða Stjarnan
Rauða Stjarnan 0-6 Bayern M.
16-liða úrslit
Chelsea 0-3 Bayern M.
Bayern M. 4-1 Chelsea
8-liða úrslit
Bayern M. 8-2 Barcelona
Undanúrslit
Bayern M. 3-0 Lyon
Úrslit
Bayern M. 1-0 París Saint-Germain
2020/2021
Riðlakeppni
Bayern M. 4-0 Atlético Madríd
Atl. Madríd 1-1 Bayern M.
Bayern M. 3-1 Red Bull Salzburg
Red Bull Salzburg 2-6 Bayern M.
Bayern M. 2-0 Lokomotiv Moskva
Lok. Moskva 1-2 Bayern M.
16-liða úrslit
Bayern M. 4-1 Lazio
Lazio 1-2 Bayern M.
8-liða úrslit
Bayern M. 2-3 PSG
PSG 0-1 Bayern M.
2021/2022
Riðlakeppni
Bayern M. 5-2 Benfica
Benfica 0-4 Bayern M.
Bayern M. 3-0 Barcelona
Barcelona 0-3 Bayern M.
Bayern M. 5-0 Dynamo Kíev.
Dynamo Kíev 1-2 Bayern M.
16-liða úrslit
RB Salzburg 1-1 Bayern M.
Bayern M. 7-1 Red Bull Salzburg
8-liða úrslit
Villareal 1-0 Bayern M.
Bayern M. ?-? Villareal
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.