Ásgeir nýr forstjóri SKEL og Iða Brá tekur við sem aðstoðarbankastjóri Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2022 09:25 Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason og Iða Brá Benediktsdóttir. Arion banki Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason lætur af störfum sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við sem nýr forstjóri SKEL fjárfestingarfélags, sem áður hét Skeljungur. Ásgeir hefur gegnt stjórnendastöðunum hjá bankanum frá árinu 2019 og mun hætta störfum á næstu dögum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, mun nú jafnframt gegna starfi aðstoðarbankastjóra og í því hlutverki meðal annars leiða sókn Arion banka og Varðar á tryggingamarkaði. Hákon Hrafn Gröndal, lánastjóri á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Hákon Hrafn Gröndal, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs.Arion banki Þetta kemur fram í tilkynningum frá Arion banka og SKEL fjárfestingarfélagi. Hið síðarnefnda hefur sömuleiðis ráðið Magnús Inga Einarsson í starf fjármálastjóra félagsins. Á sama tíma lætur Ólafur Þór Jóhannesson af störfum sem forstjóri en hann hefur starfað hjá SKEL, þar áður Skeljungi hf., frá árinu 2019, þar af sem forstjóri frá því í febrúar árið 2022. Margrét hættir hjá Arion banka Margrét Sveinsdóttir mun einnig láta af störfum hjá Arion banka á næstu vikum eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar, síðar markaða, frá árinu 2009. Jóhann Möller, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Stefnis undanfarin ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaða og mun taka sæti í framkvæmdastjórn Arion banka á næstu vikum. Jóhann Möller hefur verið framkvæmdastjóri Stefnis frá árinu 2020.Aðsend Ásgeir mun hefja störf hjá SKEL um mitt sumar og Magnús seinni part sumars. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL, segir að það sé mikill fengur í að fá Ásgeir og Magnús til liðs við félagið. „Ásgeir hefur mikla þekkingu og reynslu úr Íslensku atvinnulífi, nú síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. og Magnús verið lykilaðili í uppbyggingu Kviku banka hf. sl. ár. Þessir tveir öflugu aðilar munu hrinda í framkvæmd áframhaldandi umbreytingu félagsins, þar sem lögð verður áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum og þróun fyrirtækja, sem hafa meðal annars að leiðarljósi að einfalda fólki og fyrirtækjum lífið. Ég vil þakka Ólafi Þór Jóhannessyni fráfarandi forstjóra fyrir vel unnin störf undanfarin ár við umbreytingu á félaginu og fyrir að leiða það fyrstu skrefin sem fjárfestingarfélag á meðan unnið var að ráðningu á forstjóra þess til framtíðar. Ólafur mun vera stjórn félagsins innan handar þar til nýr forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jón Ásgeiri í tilkynningu til Kauphallar. Skili afar góðu búi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, þakkar fráfarandi starfsmönnum fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf. „Ásgeir hefur verið hjá bankanum í tæp þrjú ár og á þeim tíma gegnt lykilhlutverki í stefnumótun og þeim mikilvægu breytingum sem bankinn hefur farið í gegnum, ekki síst varðandi þjónustu okkar við fyrirtæki. Margrét hefur setið í framkvæmdastjórn Arion banka í 13 ár og veitt eignastýringu bankans forystu þann tíma og markaðsviðskiptum undanfarin þrjú ár. Margrét skilar afar góðu búi og eru eignastýring og markaðsviðskipti Arion banka í forystu hér á landi. Ég óska þeim báðum góðs gengis í nýjum verkefnum. Ég óska Iðu Brá, Jóhanni og Hákoni Hrafni til hamingju með ný hlutverk innan bankans.“ Vistaskipti Íslenskir bankar Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Ásgeir hefur gegnt stjórnendastöðunum hjá bankanum frá árinu 2019 og mun hætta störfum á næstu dögum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, mun nú jafnframt gegna starfi aðstoðarbankastjóra og í því hlutverki meðal annars leiða sókn Arion banka og Varðar á tryggingamarkaði. Hákon Hrafn Gröndal, lánastjóri á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Hákon Hrafn Gröndal, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs.Arion banki Þetta kemur fram í tilkynningum frá Arion banka og SKEL fjárfestingarfélagi. Hið síðarnefnda hefur sömuleiðis ráðið Magnús Inga Einarsson í starf fjármálastjóra félagsins. Á sama tíma lætur Ólafur Þór Jóhannesson af störfum sem forstjóri en hann hefur starfað hjá SKEL, þar áður Skeljungi hf., frá árinu 2019, þar af sem forstjóri frá því í febrúar árið 2022. Margrét hættir hjá Arion banka Margrét Sveinsdóttir mun einnig láta af störfum hjá Arion banka á næstu vikum eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar, síðar markaða, frá árinu 2009. Jóhann Möller, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Stefnis undanfarin ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaða og mun taka sæti í framkvæmdastjórn Arion banka á næstu vikum. Jóhann Möller hefur verið framkvæmdastjóri Stefnis frá árinu 2020.Aðsend Ásgeir mun hefja störf hjá SKEL um mitt sumar og Magnús seinni part sumars. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL, segir að það sé mikill fengur í að fá Ásgeir og Magnús til liðs við félagið. „Ásgeir hefur mikla þekkingu og reynslu úr Íslensku atvinnulífi, nú síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. og Magnús verið lykilaðili í uppbyggingu Kviku banka hf. sl. ár. Þessir tveir öflugu aðilar munu hrinda í framkvæmd áframhaldandi umbreytingu félagsins, þar sem lögð verður áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum og þróun fyrirtækja, sem hafa meðal annars að leiðarljósi að einfalda fólki og fyrirtækjum lífið. Ég vil þakka Ólafi Þór Jóhannessyni fráfarandi forstjóra fyrir vel unnin störf undanfarin ár við umbreytingu á félaginu og fyrir að leiða það fyrstu skrefin sem fjárfestingarfélag á meðan unnið var að ráðningu á forstjóra þess til framtíðar. Ólafur mun vera stjórn félagsins innan handar þar til nýr forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jón Ásgeiri í tilkynningu til Kauphallar. Skili afar góðu búi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, þakkar fráfarandi starfsmönnum fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf. „Ásgeir hefur verið hjá bankanum í tæp þrjú ár og á þeim tíma gegnt lykilhlutverki í stefnumótun og þeim mikilvægu breytingum sem bankinn hefur farið í gegnum, ekki síst varðandi þjónustu okkar við fyrirtæki. Margrét hefur setið í framkvæmdastjórn Arion banka í 13 ár og veitt eignastýringu bankans forystu þann tíma og markaðsviðskiptum undanfarin þrjú ár. Margrét skilar afar góðu búi og eru eignastýring og markaðsviðskipti Arion banka í forystu hér á landi. Ég óska þeim báðum góðs gengis í nýjum verkefnum. Ég óska Iðu Brá, Jóhanni og Hákoni Hrafni til hamingju með ný hlutverk innan bankans.“
Vistaskipti Íslenskir bankar Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira