Heyrir einhver ákallið? Sandra B. Franks skrifar 7. apríl 2022 11:30 Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun