Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2022 12:26 Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“ Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“
Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00