Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 14:45 Styttunni var komið fyrir á Laugarbakka á sunnanverðu Snæfellsnesi árið 2000 til að heiðra minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur. Um er að ræða afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar. Regína Hrönn/Guðmundur Már Ívarsson Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Fréttastofu barst ábending um málið frá leiðsögumanni sem var á ferð um svæðið fyrr í dag. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Styttan á Laugarbrekku er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra Þorfinnssyni.Regína Hrönn Mikil óvirðing Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segist í samtali við fréttastofu vera í algeru sjokki vegna málsins en hann hefur átt sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem hefur haldið minningu Guðríðar á lofti. „Mér finnst þetta svo mikil óvirðing við það sem var verið að gera á þessum tímamótum árið 2000, að minnast Guðríðar. Maður er bara dapur þegar svona gerist.“ Sárin eru hrein svo ekki er langt síðan styttunni var stolið.Guðmundur Már Ívarsson Hann segir líklegt að ekki séu meira en einn eða tveir sólarhringar síðan styttunni var stolið. „Sárið er hreint. Það myndi ryðga strax. Það virðist sem að menn hafi þarna notast við slípirokk.“ Fyrsta kristna konan til að fæða barn í Ameríku Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Frá Laugarbakka í dag. Hér stóð styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur en hún fæddist á Laugarbakka árið 980.Guðmundur Már Ívarsson Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri. Ekki hefur tekist að ná tali af lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Regína Hrönn Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Fréttastofu barst ábending um málið frá leiðsögumanni sem var á ferð um svæðið fyrr í dag. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Styttan á Laugarbrekku er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra Þorfinnssyni.Regína Hrönn Mikil óvirðing Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segist í samtali við fréttastofu vera í algeru sjokki vegna málsins en hann hefur átt sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem hefur haldið minningu Guðríðar á lofti. „Mér finnst þetta svo mikil óvirðing við það sem var verið að gera á þessum tímamótum árið 2000, að minnast Guðríðar. Maður er bara dapur þegar svona gerist.“ Sárin eru hrein svo ekki er langt síðan styttunni var stolið.Guðmundur Már Ívarsson Hann segir líklegt að ekki séu meira en einn eða tveir sólarhringar síðan styttunni var stolið. „Sárið er hreint. Það myndi ryðga strax. Það virðist sem að menn hafi þarna notast við slípirokk.“ Fyrsta kristna konan til að fæða barn í Ameríku Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Frá Laugarbakka í dag. Hér stóð styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur en hún fæddist á Laugarbakka árið 980.Guðmundur Már Ívarsson Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri. Ekki hefur tekist að ná tali af lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Regína Hrönn
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira