Afhjúpa styttu af Agüero á tíu ára afmæli marksins sem tryggði titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 10:30 Sergio Agüero tryggði Manchester City enska meistaratitilinn árið 2012. Ed Garvey/Manchester City FC via Getty Images Manchester City ætlar að afhjúpa styttu af Sergio Agüero fyrir utan heimavöll sinn þann 13. maí næstkomandi, nákvæmlega tíu árum eftir að framherjinn tryggði liðinu enska meistaratitilinn með marki gegn QPR í uppbótartíma. Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira