Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. apríl 2022 23:19 Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítala, segir aðstæður þar óviðundandi. Vísir/Vilhelm Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna. Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna.
Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05
Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent