Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. apríl 2022 23:19 Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítala, segir aðstæður þar óviðundandi. Vísir/Vilhelm Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna. Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna.
Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05
Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent