Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Hólmfríður Gísladóttir, Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. apríl 2022 06:49 Þetta kort frá breska varnarmálaráðuneytinu sýnir stöðuna eins og hún var í gær. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira