Ashley og eiginmaður hennar Christopher French fluttu inn í húsið þegar hún var komin sjö mánuði á leið og fór hún beint í það að skreyta húsið. Þetta er fyrsta heimilið þeirra sem hún hannar sjálf en í fyrra byrjaði hún með ástríðu hönnunar verkefnið Frenshe Interiors.
„Ég elska allt þetta hús, Ég elska hvern hluta af öllu sem ég hef gert hérna og ég er mjög stolf af mér,“
segir hún um heimilið. Mikið af húsgögnunum eru sérsmíðuð eða með fallega sögu. Ashley segir að síðustu tvö ár hafi hún byrjað að huga meira að geðheilsunni, meðal annars með því að opna glugga og kveikja á kertinu og segir það breyta orkunni í rýminu.