Að því er kemur fram á vef Alþingis eru einstaklingarnir sem stendur til að öðlist ríkisborgararétt að þessu sinni frá tíu löndum. Flestir þeirra eru frá Bandaríkjunum, eða fimm manns.
Þar á eftir koma tveir frá Íran, tveir frá Írak, tveir frá Serbíu og tveir frá Palestínu. Þá er einn frá Kanada, einn frá Jórdaníu, einn frá Sýrlandi, og einn frá Póllandi.
Yngsti einstaklingurinn sem er lagt til að öðlist ríkisborgararétt er fæddur árið 2002 en sá elsti er fæddur 1950.
Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega seinagang í málinu fyrr í mánuðinum en Útlendingastofnun hafði þá látið hjá líða að veita allsherjar- og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks um ríkisborgararrétt.
Þar áður hafði verið skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér vegna málsins og óskað eftir því að forseti Alþingis skærist í leikinn.