Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 19:43 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins virðir fyrir sér hryllinginn í Bucha í Úkraínu í dag. AP/Efrem Lukatsky Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira