Heung-Min Son skoraði þrennu fyrir Tottenham í leiknum gegn Villa. Fyrsta mark hans kom strax á þriðju mínútu leiksins. Dejan Kulusevski tvöfaldaði svo forystu Spurs á 50. mínútu áður en Son skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla, á 66. og 71. Mínútu, lokatölur 0-4.
Tottenham er nú með 57 stig í fjórða sæti, þremur stigum á undan Arsenal í fimmta sæti. Arsenal á þó leik til góða á granna sína í norður Lundúnum en Tottenham er með mun betri markatölu, upp á 10 mörk.
Raphinha skoraði fyrsta mark Leeds á útivelli gegn Watford og Leeds leiddi í hálfleik, 0-1. Rodrigo og Jack Harrison kláruðu dæmið fyrir Leeds með sitthvoru markinu í síðari hálfleik.
Leeds færist nær því að gulltryggja sætið sitt í deildinni með sigrinum og eru nú 11 stigum á undan Watford. Leeds er í 16. sæti með 33 stig en Watford er í 19. sæti með 22 stig.