Æpandi skortur á pólitískri forystu Kristrún Frostadóttir skrifar 10. apríl 2022 14:31 „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun