Haskins, sem var 24 ára gamall, var að ganga yfir I-595 hraðbrautina í Flórída rétt fyrir klukkan 7 að staðartíma á laugardagsmorgni en ekki er vitað hvers vegna Haskins var gangandi á hraðbrautinni. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni.
Haskins var í Flórída í æfingabúðum fyrir komandi tímabil í NFL deildinni en Haskins hefur verið í deildinni síðan 2019.
„Ég er miður mín og orðlaus vegna fráfalls Dwayne Haskins,“ sagði þjálfari Steelers, Mike Tomlin í yfirlýsingu. „Haskins varð strax hluti af Steelers fjölskyldunni frá því hann kom til Pittsburgh og var einn af þeim allra duglegustu bæði inn á vellinum og utan hans. Hann var frábær liðsfélagi en einnig vinur svo margra. Ég er algjörlega í molum. Hugur okkar er hjá eiginkonu hans og fjölskyldu,“ bætti Tomlin við.