Við þurfum að tala um njósnahagkerfið Breki Karlsson skrifar 11. apríl 2022 18:00 Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Breki Karlsson Samfélagsmiðlar Netöryggi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun