Tiger Woods ætlar sér að spila á The Open Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2022 18:00 Tiger Woods þakkar fyrir sig eftir Masters-mótið sem fram fór um helgina. Hann ætlar sér að vera með á The Open í júlí. Gregory Shamus/Getty Images Tiger Woods, einn besti kyflingur allra tíma, hefur staðfest að hann ætli sér að vera með á The Open-meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews vellinum í júlí. Tiger ræddi um framtíðarplön sín eftir að hafa leikið fjóra hringi á Masters-mótinu um liðna helgi. Það var hans fyrsta mót eftir að hann lenti í bílslysi sem kostaði hann nánast lífið fyrir rúmu ári. Þessi 46 ára kylfingur hefur unnið The Open-meistaramótið í tvígang á St. Andrews vellinum, en Woods segir að völlurinn sé í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hlakka til að mæta á St. Andrews. Ég mun mæta,“ sagði Woods í samtali við Sky Sports eftir Masters-mótið. „Þetta er eitthvað sem er mér kært. Ég hef tvisvar unnið The Open-meistaramótið á þessum velli. Þetta er heimili golfsins.“ "It's my favorite golf course in the world ... I will be there for that one."@TigerWoods plans to play The Open in July.pic.twitter.com/Of3ewgFo1T— PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2022 Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum, en margir óttuðust að kylfingurinn myndi aldrei geta leikið golf á ný eftir bílslysið. Það kom því mörgum á óvart þegar Tiger ákvað að vera með á Masters-mótinu um helgina, enda var hann sjálfur ekki viss um hvort hann væri í nógu góðu formi til að ganga um hæðóttann Augusta National völlinn. Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Á öðrum degi lék hann á 74 höggum og komst þar með í gegnum niðurskurðinn, en lék svo á 78 höggum báða síðustu dagana og endaði á 13 höggum yfir pari. Þrátt fyrir endurkomuna segist Tiger ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann taki þátt í öðru risamóti ársins, US PGA Championship, sem fram fer á Southern Hills vellinum eftir rúman mánuð. „Ég mun aldrei spila fulla dagskrá aftur. Þetta verða bara þessir stóru viðburðir,“ sagði Tiger að lokum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Opna breska Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Tiger ræddi um framtíðarplön sín eftir að hafa leikið fjóra hringi á Masters-mótinu um liðna helgi. Það var hans fyrsta mót eftir að hann lenti í bílslysi sem kostaði hann nánast lífið fyrir rúmu ári. Þessi 46 ára kylfingur hefur unnið The Open-meistaramótið í tvígang á St. Andrews vellinum, en Woods segir að völlurinn sé í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hlakka til að mæta á St. Andrews. Ég mun mæta,“ sagði Woods í samtali við Sky Sports eftir Masters-mótið. „Þetta er eitthvað sem er mér kært. Ég hef tvisvar unnið The Open-meistaramótið á þessum velli. Þetta er heimili golfsins.“ "It's my favorite golf course in the world ... I will be there for that one."@TigerWoods plans to play The Open in July.pic.twitter.com/Of3ewgFo1T— PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2022 Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum, en margir óttuðust að kylfingurinn myndi aldrei geta leikið golf á ný eftir bílslysið. Það kom því mörgum á óvart þegar Tiger ákvað að vera með á Masters-mótinu um helgina, enda var hann sjálfur ekki viss um hvort hann væri í nógu góðu formi til að ganga um hæðóttann Augusta National völlinn. Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Á öðrum degi lék hann á 74 höggum og komst þar með í gegnum niðurskurðinn, en lék svo á 78 höggum báða síðustu dagana og endaði á 13 höggum yfir pari. Þrátt fyrir endurkomuna segist Tiger ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann taki þátt í öðru risamóti ársins, US PGA Championship, sem fram fer á Southern Hills vellinum eftir rúman mánuð. „Ég mun aldrei spila fulla dagskrá aftur. Þetta verða bara þessir stóru viðburðir,“ sagði Tiger að lokum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Opna breska Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira